Skip to main content
Fréttir

Hvað brennur mest á félagslegri þjónustu sveitarfélaga? – Helstu áskoranir varðandi starf með einstaklingum sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu, í hópi óvinnufærra

By maí 18, 2018No Comments

Fagráð félagsráðgjafa í félagsþjónustu sveitarfélaga heldur síðasta morgunverðarfund fagráðsins fyrir sumarleyfi. Fjallað verður um efni sem snertir flesta sem starfa í félagsþjónustu sveitarfélaga, sem er hinn stækkandi hópur óvinnufærra einstaklinga. Hvað er til ráða og næstu skref ?

Fundurinn hefst með morgunverði í boði Félagsráðgjafafélags Íslands kl. 8:00 en formleg dagskrá hefst kl. 8:30. 

Dagskrá

8.30 – 8.50 Er róðurinn að þyngjast? – hvað segir tölfræðin okkur? Þróunin á Akureyri, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík.

Fulltrúar sveitarfélaganna kynna.

8.50 – 9. 10 Vinna með óvinnufærum einstaklingum sem fá fjárhagsaðstoð, stöðnun eða nýbreytni?

Unnur B. Árnadóttir og Ingunn Hjördís Kristjánsdóttir, virkniráðgjafar og félagsráðgjafar hjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða.

9.10 – 9.30 Samstarf milli stofnana er lykillinn að farsælu starfi.

Hrafnhildur Tómasdóttir, sérfræðingur og sviðstjóri ráðgjafarsviðs Vinnumálastofnunar.

Fundarstjóri: Gyða Hjartardóttir, aðjúnkt og doktorsnemi.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í streymi hér og enn er hægt að horfa á upptökuna.

Hér fyrir neðan má sjá glærur af fundinum: