Skip to main content
Fréttir

Hótanir og árásir í barnaverndarstarfi og kæruleiðir. – Morgunverðarfundur fagdeildar í barnavernd

By október 24, 2017No Comments

Fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd heldur morgunverðarfund í Borgartúni 6, mánudaginn 5. desember kl 8:30 – 10.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
• 8:30: Morgunverður
• 8:50: Félagsráðgjafar í barnavernd segja frá sinni reynslu og ákvörðunum varðandi kærur.
• 9:10 Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur á Barnaverndarstofu fjallar um lagagrundvöll hótana og árása í garð barnaverndarstarfsmanna.
• 9:40 Umræður.
• 10:00 Fundarlok.

Allir barnaverndarstarfsmenn eru velkomnir á fundinn.