Skip to main content
Viðburðir

Fyrirlestur með dr. Todd I. Herrenkohl

By júní 16, 2022október 31st, 2022No Comments

Kerfisbreytingar innan skóla til að takast á við aðlögun barna sem hafa upplifað áföll. 

Fagdeild fræðslu-  og skólafélagsráðgjafa í samstarfi við Félagsráðgjafafélag Íslands og Félagsráðgjafardeild HÍ standa að morgunverðarfundi þar sem
dr. Todd I. Herrenkohl verður með erindi fimmtudaginn 3. nóvember 2022 kl. 8:30 til 11:00 á hótel Reykjavík Natura.

Dagskrá:

8:30  Móttaka og morgunverður.
9:00  Dr. Todd I. Herrenkohl, prófessor í félagsráðgjöf við University of Michigan, Trauma-Informed Programs and Practices for Schools.
10:00  Hrefna Björk Karlsdóttir, aðstoðarskólastjóri Salaskóla í Kópavogi,  Áföll í lífi skólabarns og mikilvægi þverfaglegs samstarfs.
10:15  Guðrún Ebba Ólafsdóttir, kennari,  Áfallamiðað skólastarf – Griðastaður.
10:30  Dr. Sigrún Harðardóttir, dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands,  Áskoranir og tækifæri í skólum. Hvað sýna rannsóknir?
10:45  Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Innleiðing farsældarlaga.

Málstofustjóri: Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands

Dr. Todd I. Herrenkohl, prófessor í félagsráðgjöf við University of Michigan School of Social Work hefur unnið að þróun forvarnarverkefnisins TIPPS – Trauma-Informed Programs and Practices for Schools – sem verið er að innleiða í skóla í Michiganfylki í USA.

Öll velkomin !  Fundinum verður streymt á facebooksíðu Félagsráðgjafafélags Íslands

Vinsamlega skráið ykkur hér fyrir neðan og gangið frá pöntun. Því miður er uppselt á viðburðinn. Honum verður streymt á facebooksíðu FÍ

3.500 kr.Skráning