
Mikil ánægja var með málþing Félagsráðgjafafélagsins og fagdeildar fjölmenningarfélagsráðgjafa sem lauk á Grand hóteli í Ryekjavík um hádegi í dag. Sex ólík erindi voru þar flutt sem skapaði bæði góðar umræður og mikinn fróðleik til þeirra nærri áttatíu sem sátu málþingið og þeirra fjölmörgu sem sáu málþingið í streymi.
Þeir sem vilja sjá upptöku frá málþinginu, geta smellt á þennan hlekk;
Félagið og fagdeildin vilja koma á framfæri kærum þökkum til þeirra sem fluttu erindi á málþinginu.