Skip to main content
Fréttir

Fjallað um börn í vanda á Aðventufundi FÍ, 10.des 2024

By nóvember 25, 2024No Comments

Félagsráðgjafafélags Íslands heldur morgunverðarfund í samstarfi við fagdeildir félagsráðgjafa í áfengis-vímuefnamálum, barnavernd, fræðslu-og skólamálum og heilbrigðisþjónustu á Alþjóðlega mannréttindadaginn, þriðjudaginn 10.desember n.k. á Grand hóteli Reykjavík, frá kl. 8.30-11.30. Fundurinn verður einnig aðgengilegur í streymi.

Yfirskrift fundarins er; Mannréttindi barna sem glíma við fíkni-og/eða alvarlegan hegðunarvanda. 

Fjöldi framúrskarandi fyrirlesara og umræður í lokin.

Aðeins þeir sem skrá sig og greiða  7.200.- geta sótt fundinn á hótelinu.

Ekki þarf að greiða fyrir aðgang að streymi.

Skráning er hafin hér vinstra megin á síðunni, undir Viðburðir.