Skip to main content
Fréttir

Felldu kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.

By febrúar 14, 2025No Comments

Tæplega 64% félagsráðgjafa sem starfa hjá aðildarfélögum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) höfnuðu samningi en rúmlega 36% samþykktu hann, kosningaþátttaka var 68,75%

 

Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamnings Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ), Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN), Iðjuþjálfafélags Íslands (IÞÍ) og Þroskaþjálfafélags Íslands (ÞÍ) við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), fór fram dagana 10. til 14. febrúar. Á kjörskrá FÍ voru 16, eða þeir félagsráðgjafar sem fengið höfðu laun skv. kjarasamningi félagsins við SFV og eru með fulla aðild að FÍ. Alls tóku 11 þátt í atkvæðagreiðslunni.

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Já sögðu 4 (36,36%)

Nei sögðu 7 (63,64%)

 

Kjarasamningur undirritaður þann 4. febrúar 2025 hefur því verið felldur af atkvæðabæru félagsfólki Félagsráðgjafafélags Íslands og hefjast  viðræður á ný við við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu en samningar hafa verið lausir frá 1. apríl 2024.