Okkar árlega Félagsráðgjafaþing verður haldið föstudaginn 21. febrúar 2025 á Hilton Reykjavík Nordica og er þema þingsins í ár Félagsráðgjöf á gervihnattaöld.
Aðalfyrirlesarar verða þær Geraldine Nosowska, fyrrv. formaður breska félagsráðgjafafélagsins og Steinunn Hrafnsdóttir prófessor við Félagsráðgjafardeild HÍ.
Þá verða 18 fjölbreyttar og áhugaverðar málstofur í gangi og endar þingið á samveru líkt og fyrri ár.
Í fyrra sóttu þingið um 440 félagsráðgjafar og því ærið tilefni til að mæta og hitta kollega og kynnast.
Takið daginn frá, skráning hefst í vikunni og verður skráningargjaldið lægra til 10.febrúar. Þá er upplagt að panta gistingu fyrir þau sem koma langt að og veitir Hilton hótel 20% afslátt af gistingu. Þá er einnig ódýrara að kaupa flug með góðum fyrirvara.