Síðustu forvöð til að skila inn útdráttum fyrir félagsráðgjafaþingið 2025 er á morgun, föstudaginn 20.desember. Þema þingsins er „Félagsráðgjöf á gervihnattaöld“.
Undirbúningsnefnd hefur verið að störfum undanfarna mánuði og ákveðið að fjallað verði um hvað félagsráðgjafar geta lagt af mörkum til að draga úr einsemd, auka þátttöku viðkvæmra hópa auk þess að ræða áhrif tækninnar, ekki síst gervigreindar, á störf félagsráðgjafa og þá hópa sem standa höllum fæti. Við bindum vonir við að þingið skapi mikilvægan vettvang til að þróa nýjar leiðir í félagsráðgjöf sem taka mið af samfélagslegum áskorunum nútímans og þeim möguleikum sem tæknin býður upp á til að efla félagslegan stuðning.