Skip to main content
Fréttir

Félagsráðgjafaþing 2014 – Febrúar 2014, 50 ára afmæli Félagsráðgjafafélagsins og 70 ára afmæli Dr. Sigrúnar Júlíusdóttur prófessors

By janúar 1, 2013september 8th, 2021No Comments

Fyrsta Félagsráðgjafaþingið verður haldið þann 19. febrúar 2014 næstkomandi. Dagskráin er í meðfylgjandi auglýsingu en ítarlegri dagskrá verður send út í janúar.

Skráning er hafin og vekjum við athygli á því að þátttökugjald fer eftir því hvenær skráð er:

Ef skráð er fyrir 15. janúar kr. 9.500

Ef skráð er 15. janúar til 31. janúar kr. 12.000

Ef skráð er 1. febrúar til 15. febrúar kr. 13.500

Skráning er með rafrænum hætti hér.

Vivien Cree Prófessor í félagsráðgjöf við Háskólann í Edingborg flytur annan hátíðarfyrirlesturinn en hún hefur meðal annars skrifað um Moral Panics á 21. öldinni og félagsráðgjöf og þróun hennar. Seinni hátíðarfyrirlesturinn ber yfirskriftina Félagsráðgjafinn og fræðimaðurinn Dr. Sigrún Júlíusdóttir henni til heiðurs í tilefni 70 ára afmælis hennar.

Auk hátíðarfyrirlestranna verða fjöldi málstofa og vinnustofa um félagsráðgjöf og fagþróun á hinum margvíslegu sviðum félagsráðgjafar. Dagskráin liggur fyrir um miðjan janúar.

Við vekjum athygli á því að það er sérstakt tilboð á gistingu fyrir fólk sem býr á landsbyggðinni, eins manns herbergi kr. 15.300 og tveggja manna herbergi kr. 17.300 án morgunverðar.

Kæru félagsráðgjafar, við hvetjum ykkur alla til að taka þátt í þessu fyrsta Félagsráðgjafaþingi og gera veg þess sem mestan. Að loknu þingi verður haldinn afmælisfagnaður í tilefni 50 ára afmælis Félagsráðgjafafélags Íslands.