Undirbúningsnefnd býður ykkur hjartanlega velkomin á okkar fimmta Félagsráðgjafaþing sem í ár hefur yfirskriftina félagsráðgjöf og mannréttindi sem er eitt grunngilda í öllu starfi félagsráðgjafa sem berjast gegn mannréttindabrotum hvar sem þau eiga sér stað eins og siðareglur félagsráðgjafa kveða á um.
Undirbúningsnefnd Félagsráðgjafaþings kynnir með gleði dagskrá þingsins í ár, sem hefst að vanda með ávarpi formanns Félagsráðgjafafélags Íslands, Maríu Rúnarsdóttur. Því næst ætlar María Reyndal, leikstjóri að segja frá tilurð verksins Sóley ræstitæknir sem var valið leikrit ársins 2017. Að lokum hlýðum við á erindi dr. Merlindu Weinberg, félagsráðgjafa um siðfræði í störfum félagsráðgjafa á tímum aukinnar skriffinsku. Að loknu kaffihléi hefjast málstofur en í ár barst undirbúningsnefnd mikill fjöldi útdrátta og er ánægjulegt hve margar málstofur eru þverfaglegar.
Heildardagskrá Félagsráðgjafaþings 2018 má sjá hér.
Skráning er hafin á nýrri greiðslugátt félagsins hér fyrir neðan – athugið að nota EKKI Internet Explorer vafrann:
– Almennt þátttökugjald til 22. janúar er kr. 9.500
– Þátttökugjald fyrir nema og ellilífeyrisþega er kr. 6.500
– Þátttökugjald frá 23. janúar er kr. 12.500
Fyrir hönd undirbúningsnefndar,
María Rúnarsdóttir, formaður