Skip to main content
Fréttir

Félagsráðgjafaþing 15. febrúar 2019 – Börnin geta ekki beðið

By október 25, 2018No Comments

Sjötta Félagsráðgjafaþingið verður haldið föstudaginn 15. febrúar 2019.

Yfirskriftin í ár er Börnin geta ekki beðið.  Þingið verður líkt og undanfarin ár haldið á Hilton Nordica Reykjavík í samstarfi við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd og Ís – Forsa. Skráning hefst kl. 8:40 og formlegri dagskrá þingsins lýkur kl. 16:40 en deginum lýkur með móttöku á Hilton Nordica.

Hér má sjá dagskrána

Undirbúningsnefnd býður ykkur hjartanlega velkomin á Félagsráðgjafaþing 2019. Börn og fjölskyldur verða í brennidepli í ár en mikilvægt er að efla enn frekar faglega umræðu um börn og þjónustu við þau nú þegar stjórnvöld hafa boðað aukna áherslu á málefni barna. Félagsráðgjafar eru ein þeirra fagstétta sem þekkja vel hvar skórinn kreppir í þjónustu við börn og ungmenni. Eftir sem áður er dagskrá Félagsráðgjafaþing fjölbreytt og ekki einskorðuð við yfirskrift þingsins. 

Undirbúningsnefnd minnir á að Félagsráðgjafaþing er öllum opið!

Aðalfyrirlesarar:

Dr. Janet Boddy, prófessor við Háskólann í Sussex og leiðir hún jafnframt rannsóknamiðstöðina CIRCY. 

Rannsóknasvið hennar eru börn, ungmenni og fjölskyldur og hefur hún tekið þátt í alþjóðlegum rannsóknum er lúta að stuðningi við börn og fjölskyldur. Nánari upplýsingar um dr. Janet Boddy má finna hér og upplýsingar um rannsóknamiðstöðina CIRCY má finna hér

Yfirskrift erindis dr. Janet Boddy er Thinking Through Family in Child and Youth Welfare: Perspectives from Research Across Contexts.

Dr. Mette Lausten sem er rannsakandi í Vive, rannsóknastofnun í velferðarmálum í Danmörku. Rannsóknasvið Mette eru börn og ungmenni líkt og Janet Boddy og hefur hún tekið þátt í alþjóðlegum rannsóknum er lúta að stuðnigni við börn og fjölskyldur. Frekari upplýsingar um dr. Mette Lausten má finna hér sem og um Vive.

Yfirskrift erindis dr. Mette Lausten er Out-of-home care in Denmark: Knowledge, challenges and circumstances

Skráning er hafin í greiðslugáttinni hér fyrir neðan:

– Almennt þátttökugjald til 27. janúar er kr. 11.500. 

– Þátttökugjald fyrir nema og ellilífeyrisþega er kr. 8.500.

– Þátttökugjald frá 28. janúar er kr. 13.500.

Athugið að hægt er að nota kvittun sem berst úr greiðslugáttinni með umsókn um styrk til endurgreiðslu þátttökugjalds á Félagsráðgjafaþingi hjá Starfsþróunarsetri BHM og starfsmenntasjóði BHM. 

Starfsþróunarsetur BHM er styrktaraðili Félagsráðgjafaþings 2019