Skip to main content
Fréttir

Fagdeild félagsráðgjafa sem starfa við stjórnun stofnuð 9. október 2013

By október 10, 2013september 8th, 2021No Comments

Fagdeild félagsráðgjafa sem starfa við stjórnun var stofnuð í gær, miðvikudag 9. október 2013. Fjöldi félagsráðgjafa mætti á stofnfundinn og má með sanni segja að félagsráðgjöf sé góð undirstaða undir stjórnunartengd verkefni.

Á fundinum var farið yfir drög að starfsreglum deildarinnar og ákveðið að hafa þriggja manna stjórn.

Í stjórn fagdeildarinnar 2013-20104 eru:
Rannveig Einarsdóttir, Hafnarfjarðarbæ
Þóra Kemp, Þjónustumiðstöð Breiðholts
Margrét Þórarinsdóttir, Icelandair

Við óskum félagsráðgjöfum til hamingju með nýju fagdeildina og hlökkum til að fylgjast með starfi hennar!