Skip to main content
Fréttir

Fagdeild félagsráðgjafa í félagsþjónustu heldur morgunverðarfund

By október 24, 2017No Comments

Fagdeild félagsráðgjafa í félagsþjónustu heldur morgunverðarfund í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Fundurinn verður á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 11. maí kl. 8:30-10:30.
Morgunverðarfundur um málefni félagsþjónustu sveitarfélaga.
Félagsþjónusta á tímamótum:

Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur og sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Unnur Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi MA og félagsmálastjóri Mosfellsbæjar munu fjalla um þær miklu breytingar sem liggja fyrir á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og nýjar húsnæðisbætur. Bæði Tryggvi og Unnur áttu sæti í nefnd velferðarráðherra sem vann að frumvarpi um breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og húsnæðisbætur.
Við hvetjum félagsráðgjafa og alla sem láta sig varða málefni félagsþjónustu sveitarfélaga til að mæta.
Nú er tækifæri til að ræða áskoranirnar og tækifærin, sem felast í fyrirhuguðum breytingum, en gefið verður gott rými til bæði fyrirspurna og umræðna.
Fundarstjóri: Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi MA og sérfræðingur hjá sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Þátttökugjald kr. 3.600.- Morgunverður innifalinn.

Stjórn fagdeildar félagsráðgjafa í félagsþjónustu.