Skip to main content
Fréttir

Evrópuráðstefna um félagsráðgjöf í haust í Ósló

By mars 16, 2025No Comments

Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ) mun í samstarfi við Samtök félagsráðgjafafélaga á Norðurlöndum, NSSK, úthluta tveimur  10.000 (NOK) styrkjum til þátttakenda sem fengið hafa samþykki fyrir erindi á þessari mikilvægu Evrópuráðstefnu um félagsráðgjöf.

Yfirskrift hennar í ár er „Bridging Communities; Building Sustainable Futures – IFSW 2025“.  Ráðstefnan er haldin í Ósló dagana 6.-8.október n.k.

Til að geta sótt um styrk þarf að liggja fyrir samþykki fyrir erindi á ráðstefnunni og hafa stéttarfélagsaðild að FÍ.

Þemu ráðstefnunnar eru fjögur; græn félagsráðgjöf, loftslagsbreytingar, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og sjónarmið frumbyggja.

Hvar stöndum við og hvað þarf að gera?

Hvernig geta félagsráðgjafar lagt sitt af mörkum?

Hvaða væntingar eru til framtíðar?

Hvað getum við sem félagsráðgjafar lært af frumbyggjum?

Hvernig getum við byggt upp sjálfbæra framtíð?

Hvað geri ég?

Abstracts – IFSW 2025  Hér  er hægt að finna allar nánari upplýsingar um átta undirþemu ráðstefnunnar sem hægt er að velja um, skilyrði og tegundir kynninga sem koma þarf á framfæri og hvernig ágripinu er  skilað inn.

Hægt er að sækja um annan af tveimur styrkjum FÍ/NSSK, eftir að ágrip hefur verið  samþykkt með tölvupósti til Steinunnar Bergmann, formanns FÍ,  steinunn@felagsradgjof.is  sem veitir allar nánari upplýsingar.