Skip to main content
Fréttir

Evrópuráðstefna félagsráðgjafa í Prag

By júní 16, 2023No Comments

Evrópuráðstefna félagsráðgjafa (IFSW Europe) var haldin í Prag dagana 21. til 24. maí sl. undir yfirskriftinni Against all odds, a social Europe is possible where no one is left behind! https://ifsw2023.org/ Ráðstefnan hófst með ávarpi Ana Radulescu forseta Evrópudeildar IFSW því næst var Michael Rasell með erindið Building responsive social services to ensure that no one is left behind og Herbert Paulischin með erindið Social Europe is not possible without social workers. Síðan opnaði Joachim Cuthbert Mumba forseta alþjóðasamtakana (IFSW) ráðstefnuna. Á ráðstefnunni voru sex lykilfyrirlestrar og fjölbreytt úrval af samhliða málstofum og vettvangsheimsóknum. Meðal lykilfyrirlesara var Malcom Payne fjallaði um af hverju félagsráðgjöf er ennþá mikilvæg. Ráðstefnan var vel sótt af félagsráðgjöfum og öðru starfsfólki innan velferðarþjónustu á Íslandi eða alls um 40 og voru fjölmennasti hópurinn.

Formaður og stjórn FÍ sóttu ráðstefnuna auk þess sem formaður tók þátt í fulltrúafundi félagsráðgjafafélaga í Evrópu sem fór fram dagana fyrir ráðstefnuna.