Skip to main content
Fréttir

Enn vantar nokkur starfsþjálfunarpláss fyrir vormisserið.

By janúar 6, 2026No Comments

Nú styttist í að starfsþjálfunartímabil félagsráðgjafarnema á 5. ári hefjist og enn vantar okkur nokkur pláss. Tímabilið er frá og með 19.janúar til og með 24.apríl, 13 vikur samtals.

Gerð er krafa um að starfsþjálfunarkennarar hafi lokið námskeiði um starfsþjálfun nema og er í boði slíkt 2ja daga námskeið, þriðjudaginn 06. janúar  og seinni dagurinn verður miðvikudagur  07.janúar. Enn er möguleiki að skrá sig. Athugið að greitt er fyrir 13 vikna starfsþjálfun sem svarar 100 kennslustundum, skv. kjarasamningi Félags háskólakennara og fjármálaráðuneytis. Streymisfundur með starfsþjálfunarkennurum verður haldinn einu sinni á tímabilinu þann 13. janúar klukkan 14:00.

 

Félagsráðgjafar sem hafa aðstæður til að taka nema núna á vormisseri eru beðnir um að hafa samband sem fyrst við Oddnýju Jónsdóttur á netfangið oddnyjonsdottir@hi.is