Félagsráðgjöf á gervihnattaöld er yfirskrift félagsráðgjafaþingsins í ár sem haldið verður þann 21.febrúar n.k. á Hilton Reykjavík Nordica.
Geraldine Nosowska félagsráðgjafi frá Englandi og Dr.Steinunn Hrafnsdóttir verða aðalfyrirlesarar auk þess sem úthlutað verður úr Vísindasjóði FÍ og rætt um vinnuumhverfi félagsráðgjafa í pallborði.
Eftir hádegi verða í boði 18 málstofur með afar fróðlegum fyrirlestrum og áhugaverðum umræðum.
Láttu ekki þennan mikilvæga viðburð fram hjá þér fara. Þingið er öllum opið og er snemmskráningargjald 21.000 kr. til og með 7.febrúar og þarf að greiða fyrir þann dag einnig.
Sjá dagskrána nánar hér;