Öll aðildarfélög BHM innan heilbrigðisvísinda ásamt þremur öðrum félögum heilbrigðisstarfsfólks, svokölluð breiðfylking, standa fyrir opnum fundi sem nú stendur yfir, með fulltrúum allra framboða sem bjóða fram á landsvísu í komandi þingkosningum.
Fundurinn er öllum opinn og hægt að fylgjast með honum á mbl.is
Beint: Heilbrigðismál í brennidepli
Á fundinum eru til svara Alma Möller frá Samfylkingunni, Arnar Þór Jónsson frá Lýðræðisflokknum, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir frá Sjálfstæðisflokknum, Guðmundur Ingi Guðbrandsson frá Vinstri grænum, Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn, Jón Ívar Einarsson frá Miðflokknum, Kolbrún Baldursdóttir frá Flokki fólksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir frá Sósíalistaflokknum, Willum Þór Þórsson frá Framsóknarflokknum og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir frá Pírötum.
Markmið fundarins er að stuðla að upplýstri umræðu um heilbrigðismál til að afstaða allra framboða til þessa stóra málaflokks liggi fyrir og hvernig þau munu koma sínum stefnumálum í framkvæmd.