Skip to main content
Fréttir

Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks fundar um heilbrigðismál

By nóvember 22, 2024No Comments

Öll aðildarfélög BHM innan heilbrigðisvísinda ásamt þremur öðrum félögum heilbrigðisstarfsfólks, svokölluð breiðfylking, standa fyrir opnum fundi sem nú stendur yfir, með fulltrúum allra framboða sem bjóða fram á landsvísu í komandi þingkosningum.

Fundurinn er öllum opinn og hægt að fylgjast með honum á mbl.is

Beint: Heilbrigðismál í brennidepli  

Á fund­in­um eru til svara Alma Möller frá Sam­fylk­ing­unni, Arn­ar Þór Jóns­son frá Lýðræðis­flokkn­um, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir frá Sjálf­stæðis­flokkn­um, Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son frá Vinstri græn­um, Hanna Katrín Friðriks­son frá Viðreisn, Jón Ívar Ein­ars­son frá Miðflokkn­um, Kol­brún Bald­urs­dótt­ir frá Flokki fólks­ins, Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir frá Sósí­al­ista­flokkn­um, Will­um Þór Þórs­son frá Fram­sókn­ar­flokkn­um og Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir frá Pír­öt­um.

Mark­mið fund­ar­ins er að stuðla að upp­lýstri umræðu um heil­brigðismál til að afstaða allra fram­boða til þessa stóra mála­flokks liggi fyr­ir og hvernig þau munu koma sín­um stefnu­mál­um í fram­kvæmd.