Skip to main content
Fréttir

Börnin geta ekki beðið: Mannréttindi barna – Morgunverðarfundur Félagsráðgjafafélags Íslands í tilefni af alþjóðlega mannréttindadeginum

By nóvember 16, 2018No Comments

Alþjóðlegi mannréttindadagurinn er þann 10. desember næstkomandi og í tilefni hans stendur Félagsráðgjafafélag Íslands fyrir morgunverðarfundi þar sem fjallað verður um mannréttindi barna. Fundurinn er á Grand Hótel Reykjavík, í Hvammi, frá kl. 8:30-10:30.

Skráning og jólamorgunverður sem er innifalinn í þátttökugjaldi hefst kl. 8.30 en formleg dagskrá hefst kl. 9.

Fundurinn er öllum opinn!

Dagskrá:

8:30: Skráning og jólamorgunverður

9:00 Ávarp félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar

Raddir barna – örsögur

9:20 Erna Kristín Blöndal verkefnastjóri hjá velferðarráðuneytinu–Endurskoðun á þjónustu við börn – samvinna og heildarsýn.

Raddir barna – örsögur

9:40 Helena Unnarsdóttir félagsráðgjafi fjallar um áskoranir í starfi félagsráðgjafa út frá hagsmunum barna

9:55 Raddir barna – örsögur

10:00 Umræður

Fulltrúar félagsráðgjafa úr fagdeildum félagsráðgjafa í barnavernd, skólafélagsráðgjöf, fjölmenningu, félagsþjónustu og áfengis- og vímuefnamálum standa að undirbúningi fundarins.