Skip to main content
Fréttir

Áskorun Félagsráðgjafafélags Íslands vegna átaka og mannréttindabrota á Gaza

By október 17, 2023No Comments

Félagsráðgjafafélag Íslands fordæmir átökin á Gaza svæðinu og skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér í þágu mannréttinda og friðar. Almennir borgarar ganga í gegnum hörmungar þar sem fjöldi fólks hefur verið hrakin á flótta án þess að eygja möguleika á öruggu skjóli eða grunnþjónustu. Fjöldi þeirra sem syrgja missi ástvina eykst stöðugt og skelfingin vex með hverri mínútu. Þetta upplausnarástand mun leiða af sér alvarlegar langtíma afleiðingar.

Félagsráðgjafar vinna gegn mannréttindabrotum hvar sem þau eiga sér stað með virðingu fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings. Félagsráðgjafafélag Íslands lýsir yfir samstöðu með félagsráðgjöfum í Ísrael og Palestínu sem verða einnig fyrir áhrifum af þessum átökum en standa vaktina með félagslegri ráðgjöf, stuðningi og aðstoð við fólk sem hefur orðið fyrir áfalli og skaða.

Fyrir hönd stjórnar Félagsráðgjafafélags Íslands
Steinunn Bergmann, formaður