
Félagsráðgjafafélag Íslands og Siðanefnd FÍ verða með viðburð á alþjóðadegi félagsráðgjafa 18.mars kl. 9-11, bæði í húsnæði félagsins í Borgartúni 27 og á fjarfundi.
Þeir sem ætla að mæta í Borgartún eru beðnir um að skrá sig með því að senda póst á felagsradgjof@felagsradgjof.is
Dagskráin helgast af yfirskrift alþjóðadagsins í ár, „Að efla samstöðu milli kynslóða fyrir varanlega vellíðan“ og þeim breytingum og vinnuaðferðum sem hafa orðið í faginu, frá grasrót til gervigreindar.
Fundarstjóri ; Thelma Eyfjörð Jónsdóttir nefndarkona í Siðanefnd
Opnun; Vilborg Oddsdóttir forkona Siðanefndar
Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus og klíniskur félagsráðgjafi;
Félagsráðgjafar mæta framandi áskorunum í rafrænni menningu samtímans hvað varðar kynslóðatengsl og breytta samskiptahætti innan fjölskyldu og utan.
Guðrún Helga Sederholm félagsráðgjafi;
Gangahlutdrægni gervigreindar
María Rós Skúladóttir félagsráðgjafi og sérfræðingur á ráðgjafasviði KPMG;
Framþróun í félagsráðgjöf
Níkulás Guðnason Meistaranemi í félagsráðgjöf;
Félagsráðgjöf, leiðarljós eða leiðarendir í hraðri þróun gervigreindar?
Umræður ; Umræðuspurningar eru m.a.
• Hvaða áhrif hefur gervigreind á samstöðu milli kynslóða ?
• Hvaða ferðalag hefur það verið, hefur það alltaf verið til góðs og hvert erum við að fara?
• Hvaða siðfræðileg álitamál geta verið í framtíðar félagsráðgjöf?
• Er gervigreind með heildasýn?
• Eykur gervigreind einmanaleika og félagslega einangrun?
• Getur gervigreind gert starf félagsráðgjafa óþarft?
Takið daginn frá – þeir sem ætla að koma í Borgartún 27 eru vinsamlega beðnir um að senda póst á felagsradgjof@felagsradgjof.is til að skrá sig.