Skip to main content
Fréttir

Alþjóðadagur félagsráðgjafa 2013 – Félagsráðgjöf og félagslegt og efnahagslegt jafnrétti

By febrúar 19, 2013september 8th, 2021No Comments

Alþjóðadagur félagsráðgjafa er haldinn hátíðlegur um allan heim þriðja þriðjudag í mars mánuði ár hvert. Daginn í ár ber upp á 19. mars og er yfirskrift hans: Félagsráðgjöf og félagslegt og efnahagslegt jafnrétti.

Markmið dagsins er að vekja athygli á félagsráðgjöf og störfum félagsráðgjafa um allan heim og fagna félagsráðgjafar á heimsvísu þessum degi.

Félagsráðgjafar á Íslandi í góðu samstarfi við félagsráðgjafanema við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands hafa vakið athygli á félagsráðgjöf og námi þeirra á Facebook með stöðuuppfærslum síðastliðna viku.

Í tilefni alþjóðadagsins hefur Ólafí, félag framhaldsnema í félagsráðgjöf gert tvö myndbönd um félagsráðgjöf:

Hvað er félagsráðgjöf?
og

Hvernig stuðla félagsráðgjafar á Íslandi að félagslegu og efnahagslegu jafnrétti?