Skip to main content
Fréttir

Aðventufundur FÍ – Tom Shakespeare

By nóvember 8, 2017No Comments

Í tilefni alþjóðamannréttindadagsins sem haldinn er á ári hverju þann 10. desember, og í tilefni aðventunnar, heldur Félagsráðgjafafélag Íslands morgunverðarfund þriðjudaginn 12. desember á Grand hóteli, Gullteigi. Fundurinn hefst með skráningu og jólamorgunverðarhlaðborði kl. 8.00 en formleg dagskrá hefst kl. 8:30.

Við fáum til okkar Tom Shakespeare sem er þekktur fyrirlesari og fræðimaður, einkum fyrir rannsóknir á málefnum fatlaðs fólks. Hann starfaði áður hjá Alþjóðastofnun Sameinuðu þjóðanna en er nú prófessor í fötlunarrannsóknum.

Tom Shakespeare mun fjalla um mannréttindi félagsráðgjöf auk þess að segja okkur frá niðurstöðum rannsókna á málefnum fatlaðs fólks.

Auk Tom Shakespeare verður Mikael Torfason með upplestur úr bók sinni Syndafallið sem er meðal jólabókanna í ár. Í bókinni segir Mikael frá fjölskyldu sinni á opinskáan máta.

Félagsráðgjafar eru hvattir til að mæta og skráning er á slóðinni hér fyrir neðan. 

Athugið að greiða þarf þátttökugjald kr. 3.600 inn á 336-26-30771 kt. 430775-0229 í síðasta lagi 10. desember til þess að skráning teljist gild.

Vinsamlegast skráið ykkur á þessari slóð hér

Mannréttindaumræðan er mikilvæg í öllu starfi félagsráðgjafa og hvetur stjórnin félagsráðgjafa til að nýta þetta einstaka tækifæri til að hlýða á Tom Shakespeare!