Skip to main content
Fréttir

Aðventufundur Félagsráðgjafafélags Íslands – Félagsráðgjöf og mannréttindi

By desember 12, 2017No Comments

Í tilefni alþjóðamannréttindadagsins sem haldinn er á ári hverju þann 10. desember, og í tilefni aðventunnar, hélt Félagsráðgjafafélag Íslandsvelheppnaðan morgunverðarfund þriðjudaginn 12. desember á Grand hóteli, Gullteigi. Fundurinn hófst með glæsilegu jólamorgunverðarhlaðborði kl. 8.00 en formleg dagskrá hefst kl. 8:30. María Rúnarsdóttir, formaður Félagsráðgjafa sagði frá yfirlýsingu sem alþjóðasamtök félagsráðgjafa sendu frá sér og má sjá hér. Í yfirlýsingunni er fjallað um helstu áskoranir sem félagsráðgjafar standa frammi fyrir i heimsálfunum fimm en barátta fyrir mannréttindum og gegn félagslegu ranglæti hefur alla tíð verið eitt af helstu hlutverkum félagsráðgjafar um allan heim. Eitt af helstu markmiðum félagsráðgjafa er virðing fyrir sérhverjum einstaklingi og réttindum hans. Alþjóðasamtökin benda á að stjórnvöld virðast gleyma þessum grundvallargildum félagsráðgjafar í kapphlaupi sínu um völd, og viðkvæmustu hóparnir sem eiga sér fáa talsmenn verða gjarnan undir í pólitískri hugmyndafræði. María vakti þátttakendur einnig til umhugsunar um streituna og atið sem fylgir jólaundirbúningnum og brýndi fyrir þátttakendum að staldra við og hugsa um börnin og þá sem eiga um sárt að binda, finna ró og jólafrið í stað streitu og ágreinings.

Því næst las Mikael Torfason upp úr bók sinni Syndafallið sem er uppgjör við fortíðina, kærleikann og fjöldskylduna. Loks tók Tom Shakespeare til máls og sagði frá niðurstöðum rannsókna á notendastýrðri persónulegri aðstoð og mikilvægi hennar í þjónustu við fatlað fólk. Tom sem er þekktur fyrirlesari og fræðimaður er hér á landi í tilefni doktorsvarnarCiara S. Brennan í fötlunarfræði sem fjallar um sjálfstætt líf og notendastýrða persónulega aðstoð. Það var mikill fengur fyrir Félagsráðgjafafélag Íslands að fá tækifæri til að hitta Tom og ræða við hann um mannréttindi í þjónustu við fatlað fólk.