Skip to main content
Fréttir

Aðalfundur FÍ fór fram 26. apríl 2022

By apríl 27, 2022No Comments

Aðalfundur Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) var haldinn 26. apríl sl. í Borgartúni 6 og gegnum fjarfundabúnað. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Ársreikningar FÍ, kjaradeilusjóðs og Vísindasjóðs, og fjárhagsáætlun FÍ 2023 voru samþykktir samhljóða. Engar lagabreytingartillögur lágu fyrir fundinum. Þær Anna Guðrún Halldórsdóttir, Hafdís Gerður Gísladóttir og Sigurlaug Hrefna S. Traustadóttir voru sjálfkjörnar í stjórn til tveggja ára. Guðrún Sederholm, Jóna Margrét Ólafsdóttir og Thelma Eyfjörð Jónsdóttir voru sjálfkjörnar í siðanefnd til tveggja ára. Hervör Alma Árnadóttir og Guðbjörg María Árnadóttir voru sjálfkjörnar í Vísindanefnd til tveggja ára en auk þess skipar stjórn fulltrúa í Vísindanefndina til eins árs á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund.

Samþykkt var tillaga stjórnar um að lækka stéttarfélagsgjald FÍ úr 1,2% í 1% frá og með 1. júlí 2022.

Steinunn Bergmann formaður FÍ vakti athygli fundarmanna á yfirskrift Alþjóðadags félagsráðgjafar 2022 Byggjum saman nýtt vistvænt-félagslegt samfélag: skiljum engin eftir og mikilvægi þessara skilaboða fyrir störf félagsráðgjafa. Á fundinum var lögð fram tillaga að stofnun aðgerðarhóps félagsráðgjafa sem sinnir málsvarahlutverki í samstarfi við einstaklinga sem eru jaðarsettir og aðra minnihlutahópa. Tillagan var samþykkt samhljóða og stjórn falið að skipa hópinn.

Á myndum er formaður og framkvæmdastjóri FÍ ásamt fundargestum í sal.