Skip to main content
Viðburðir

Aðalfundur FÍ 2021

By maí 30, 2021No Comments

Aðalfundur Félagsráðgjafafélags Íslands 

Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands boðar til rafræns aðalfundar þriðjudaginn 16. mars 2021 kl. 14:30-16:00

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf:
1. Fundur settur.
2. Skipan fundarstjóra og fundarritara.
3. Staðfest lögmæti fundarins.
4. Skýrsla stjórnar um starf félagsins á liðnu ári.
5. Skýrsla stjórnar um reikninga félagsins, vinnudeilusjóð og nefndir eftir atvikum. Reikningar félagsins skulu endurskoðaðir af löggildum endurskoðanda og lagðir fram til samþykktar á aðalfundi.
6. Stéttarfélagsgjald og fagfélagsgjald ákveðið til eins árs, svo og framlag/hlutfall stéttarfélagsgjalds í vinnudeilusjóð.
7. Skýrslur fastanefnda.
8. Lagabreytingar.
9. Stjórn félagsins. Niðurstöður rafrænnar kosningar um fulltrúa í stjórn FÍ, Siðanefnd og Vísindanefnd verða kynntar.
10. Tillögur um áætlanir og störf félagsins á yfirstandandi ári kynntar.
11. Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs lögð fram til samþykktar.
12. Önnur mál.

FRAMBOÐ Í STJÓRN FÉLAGSRÁÐGJAFAFÉLAGS ÍSLANDS 2021

Kosið er um þrjá fulltrúa í stjórn FÍ til tveggja ára.
Kallað er eftir framboði í stjórn FÍ. Frestur til að skila inn framboði er til 2. mars nk.
Þau sem vilja bjóða sig fram í stjórn FÍ sendi póst þar um ásamt kynningarbréfi og ljósmynd á felagsradgjof@felagsradgjof.is

RAFRÆN KOSNING

Ef frambjóðendur til stjórnar FÍ verða fleiri en þrír fer fram rafræn kosning frá hádegi 9. mars til hádegis 12. mars 2021. Kynningarbréf og ljósmyndir af frambjóðendum verða send til félagsmanna áður en rafræn kosning hefst.

Kjörgengir og þeir sem hafa atkvæðarétt eru félagsmenn FÍ með stéttarfélagsaðild og fagaðild sem hafa staðið í skilum! Eru þeir hvattir til að bjóða sig fram í lausar stöður.