Skip to main content
Fréttir

Aðalfundur FÍ 2018

By febrúar 21, 2018No Comments

Kæru félagsráðgjafar

Stjórn FÍ boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 14. mars kl. 14:30. 

Aðalfundargögn verða send út með aðalfundarboði, í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund, eins og 6. grein laga félagsins kveður á um.

Þeir sem vilja bjóða sig fram í stjórn FÍ eða nefndir hafi samband við formann félagsins, maria@felagsradgjof.is

Kaffiveitingar verða í boði.

Dagskrá aðalfundar er skv. 9. gr. laga Félagsráðgjafafélags Íslands

  1. Fundur settur.
  2. Skipan fundarstjóra og fundarritara.
  3. Staðfest lögmæti fundarins.
  4. Skýrsla stjórnar um starf félagsins á liðnu ári.
  5. Tillögur og áætlanir um störf félagsins á yfirstandandi ári kynntar.
  6. Ársreikningar félagsins, vísindasjóðs og kjaradeilusjóðs lagðir fram til samþykktar.
  7. Stéttarfélagsgjald og fagfélagsgjald ákveðið til eins árs, svo og framlag/hlutfall stéttarfélagsgjalds í vinnudeilusjóð.
  8. Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs lögð fram til samþykktar.
  9. Lagabreytingar.
  10. Kjör í stjórn félagsins og fastanefndir.
  11. Önnur mál.

LAGABREYTINGARTILLAGA

Stjórn FÍ gerir tillögu að breytingu á 9. lið 6. gr. laganna sem fjallar um kosningu í stjórn og nefndir félagsins. Einnig er tillaga að breytingu á textanum sem kemur í lok 6. greinar.

Hér fyrir neðan er 9. liður 6. gr. eins og hann hljóðar í lögunum í dag og fyrir neðan er feitletruð breytingatillaga stjórnar sem gengur m.a. út á það að kjósa rafrænni kosningu í embætti félagsins og að meiri hluti stjórnar sé með stéttarfélagsaðild.

* * * * * * * * * * * * *

9. Stjórn félagsins. Kosið skal á aðalfundi um fulltrúa í stjórn félagsins. Kjör í fastanefndir félagsins, siðanefnd og vísindanefnd fer fram á aðalfundi. Fulltrúar í stjórn félagsins skulu kosnir til tveggja ára í senn. Kosið er sérstaklega um formann félagsins til fjögurra ára í senn.

Breytingatillaga stjórnar FÍ:

9. Stjórn félagsins. Fulltrúar í stjórn skulu kosnir til tveggja ára í senn. Kosið er sérstaklega um formann félagsins til fjögurra ára í senn. Eigi færri en fimm af sjö stjórnarmeðlimum skulu vera með stéttarfélagsaðild og eigi færri en einn með fagfélagsaðild.

* * * * * * * * * * * * * *

Texti í lok 6. gr. eins og hann er í lögunum í dag.

Kosning í stjórn og nefndir skulu vera leynilegar óski einhver eftir því. Atkvæðagreiðslur um lagabreytingar skulu ekki vera leynilegar, nema þess sé sérstaklega óskað. Stjórn ákveður dagskrá.

Auka aðalfundur: Stjórn getur boðað til auka aðalfundar ef þess er talin þörf og/eða ef 2/3 hlutar félagsmanna æskja þess. Auka aðalfund skal boða með sama hætti og ef um aðalfund væri að ræða.

Breytingartillaga stjórnar FÍ:

Við lok kjörtímabils formanns skal kallað eftir framboðum til formannsembættis eigi síðar en þremur mánuðum fyrir aðalfund og lýkur framboðsfresti þremur vikum fyrir aðalfund. Fá frambjóðendur tvær vikur til að kynna sig. Kallað er eftir framboðum í önnur embætti stjórnar og nefnda eigi síðar en fjórum vikum fyrir aðalfund og lýkur framboðsfresti viku fyrir aðalfund.

Heimilt er að kjósa rafrænni kosningu í stjórn og fastanefndir félagsins séu fleiri en einn í framboði. Séu fleiri en einn í framboði til formanns skal ávallt fara fram rafræn kosning. Rafræn kosning hefst þá viku fyrir aðalfund og stendur yfir í þrjá daga.

Hafi ekkert framboð komið fram í eitthvert embætta félagsins, er hægt að bjóða sig fram á aðalfundi. Kosningar á aðalfundi skulu leynilegar sé þess óskað.

Auka aðalfundur: Stjórn getur boðað til auka aðalfundar ef þess er talin þörf og/eða ef 2/3 hlutar félagsmanna æskja þess. Auka aðalfund skal boða með sama hætti og ef um aðalfund væri að ræða.

FRAMBOÐ Í STJÓRN OG NEFNDIR FÉLAGSRÁÐGJAFAFÉLAGS ÍSLANDS 2018

Kosið er um þrjá fulltrúa í stjórn FÍ til tveggja ára.

Hafdís Gerður Gísladóttir og Sigurlaug Hrefna Traustadóttir bjóða sig fram til endurkjörs. Kallað er eftir fleiri framboðum.

Vísindanefnd – Kosið er um tvær stöður í vísindanefndina.

Ásta Kristín Benediktsdóttir og Helga Sigurjónsdóttir bjóða sig fram til endurkjörs. Hervör Alma Árnadóttir er fulltrúi stjórnar FÍ og formaður nefndarinnar. 

Siðanefnd Kosið er um þrjár stöður í siðanefndina.

Guðrún Helga Sederholm og Helga Þórðardóttir bjóða sig fram til endurkjörs. Kallað er eftir fleiri framboðum.  

Félagsmenn í Félagsráðgjafafélagi Íslands eru hvattir til að bjóða sig fram í lausar stöður.

Við vonumst enn fremur eftir að sjá sem flesta félagsmenn á aðalfundinum!

Misstirðu af fundinum en vilt sjá hvernig hann fór fram?

Þeir sem fylgjast með í streymi geta gert það hér

Enn er hægt að horfa á upptökuna!

Aðalfundargögn