Skip to main content
Viðburðir

Aðalfundur FÍ 2019

By mars 15, 2019september 8th, 2021No Comments

Aðalfundarboð

Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands boðar til aðalfundar mánudaginn 29. apríl 2019 kl. 14:30-16:00 í fundarsal BHM Borgartúni 6, 4. hæð.

Athugið
að í vikunni fyrir aðalfund verður kosið rafrænt um þrjá
stjórnarmeðlimi. Þær sem bjóða sig fram
 eru: Arndís Tómasdóttir, Elísabet Karlsdóttir, Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir og Ingibjörg Þórðardóttir. Kynningu á þessum frambjóðendum má finna hér fyrir neðan ásamt aðalfundargögnum. 

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf:

1. Fundur settur.

2. Skipan fundarstjóra og fundarritara.

3. Staðfest lögmæti fundarins.

4. Skýrsla stjórnar um starf félagsins á liðnu ári.

5. Skýrsla stjórnar um reikninga félagsins, vinnudeilusjóð og nefndir eftir atvikum. Reikningar félagsins skulu endurskoðaðir af löggildum endurskoðanda og lagðir fram til samþykktar á aðalfundi.

6. Stéttarfélagsgjald og fagfélagsgjald ákveðið til eins árs, svo og framlag/hlutfall stéttarfélagsgjalds í vinnudeilusjóð.

7. Skýrslur fastanefnda.

8. Lagabreytingar. Tillögur um breytingar á lögum félagsins skal senda til stjórnar skriflega ásamt rökstuddri greinargerð, í síðasta lagi 1. febrúar ár hvert. Breytingartillaga skal birt orðrétt í fundarboði þess aðalfundar er ræðir hana. 2/3 hluta atkvæða þarf til breytinga á lögum.

9. Stjórn félagsins. Niðurstöður rafrænnar kosningar um formann FÍ og fulltrúa í stjórn verður kynnt.

10. Tillögur um áætlanir og störf félagsins á yfirstandandi ári kynntar.

11. Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs lögð fram til samþykktar.

12. Önnur mál.

FRAMBOÐ Í STJÓRN OG NEFNDIR FÉLAGSRÁÐGJAFAFÉLAGS ÍSLANDS 2019

Kosið er um formann FÍ og þrjár stöður í stjórn FÍ á aðalfundi 2019:

Kosið er um formann FÍ til fjögurra ára.
Starfssvið formanns FÍ tekur mið af lögum FÍ og miðast við að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna í hvívetna, stuðla að fagmennsku í félagsráðgjöf, vera leiðandi í kjaramálum, tengiliður við faghópa og deildir og fleira sem kveðið er á um í lögum FÍ og starfslýsingu formanns.
Frestur til að skila inn framboði er til 7. apríl nk.
Þau sem vilja bjóða sig fram til formanns FÍ sendi póst þar um á felagsradgjof@felagsradgjof.is

Kosið er um þrjá fulltrúa í stjórn FÍ til tveggja ára.
Þegar hefur verið kallað eftir framboði í stjórn FÍ. Frestur til að skila inn framboði er nú framlengdur til 17. Apríl nk.
Þau sem vilja bjóða sig fram í stjórn FÍ sendi póst þar um á felagsradgjof@felagsradgjof.is

Ekki er kosið í fastanefndir félagsins að þessu sinni þar sem fulltrúar nefndanna voru kosnir til tveggja ára á síðast aðalfundi.

RAFRÆN KOSNING

Kosning til formanns FÍ og fulltrúa í stjórn FÍ fer fram rafrænt frá hádegi 23. apríl til hádegis 26. apríl 2019.

Varðandi kjör til formanns. Skv. lögum FÍ skal framboðsfresti til formanns FÍ ljúka þremur vikum fyrir aðalfund og fá þá frambjóðendur tvær vikur til að kynna sig. Frambjóðendur verða beðnir um að útbúa kynningu á sér í textaskjali og/eða á myndbandi sem sent verður út á kosningabæra félagsmenn. Þarf efnið að vera tilbúið 8. apríl nk.

Varðandi kjör fulltrúa í stjórn. Ef frambjóðendur verða fleiri en þrír þá verður kosið rafrænni kosningu. Frambjóðendur verða þá beðnir um að útbúa kynningu á sér í textaskjali sem verður sent út fyrir rafræna kosningu sem fram fer í vikunni fyrir aðalfund samhliða kosningu á formanni FÍ.

Kjörgengir og þeir sem hafa atkvæðarétt eru félagsmenn FÍ með stéttarfélagsaðild og fagaðild sem hafa staðið í skilum! Eru þeir hvattir til að bjóða sig fram í lausar stöður.