Skip to main content
Fréttir

Á döfinni í október

By október 20, 2023No Comments

22. október – Minningarathöfn um Ólafíu Jóhannsdóttur

Sunnudaginn 22. október eru 160 ár liðin frá því að Ólafía Jóhannsdóttir fæddist (1863-1924). Af því tilefni ætlar Félagsráðgjafafélag Íslands, Hvítabandið og Kvenréttindafélag Íslands að leggja blómsveig að minnisvarða um Ólafíu við kirkjuna að Mosfelli í Mosfellsbæ. Sr. Henning Emil Magnússon, sóknarprestur, í Mosfellsprestakalli, hefur boðið félagsmönnum að vera við guðþjónustu í Lágafellskirkju sem hefst kl. 11:00. Að guðþjónustu lokinni verður haldið að Mosfelli og blómsveigur lagður að minnisvarða. Öll velkomin.

 

23. október – Verndandi tengslahegðun og þvermenningarleg áhrif

Félagsráðgjafafélag Íslands í samstarfi við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands bjóða upp á fyrirlestur með Andrea Landini sem fjallar um tengslahegðun á grunni DMM tengslahegðunarmódelsins. Fyrirlesturinn hefst kl. 13:00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Öll velkomin.

 

24. október – Kvennaverkfall: Opið hús í Borgartúni 6 11:00 – 13:00

 Samstarf Félagsráðgjafafélags Íslands, Hvítabandsins og Kvenréttindafélags Íslands heldur áfram og er Opið hús hjá FÍ hliðarviðburður Kvennaverkfallsins. Fjallað verður um Ólafíu Jóhannsdóttur í máli og myndum en síðan verður haldið til samstöðufundar á Arnarhól. Öll velkomin.

 

25. október – ASEBA námskeið

Félagsráðgjafafélag Íslands og fagdeild skólafélagsráðgjafa standa fyrir námskeiði um ASEBA matstækin þann 25. október nk. kl. 8:30-12:00 Á Zoom. Kennari er Halldór S. Guðmundsson, dósent við félagsráðgjafardeild HÍ.

Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur kynnist og/eða endurnýi kynni sín af ASEBA matslistakerfinu og notkunarmöguleikum þess. Áhersla verður á notkunarmöguleika Aseba mælitækjanna í skólum og skólaþjónustu sérstaklega.  Skráning er á felagsradgjof@felagsradgjof.is

 

26. október – Vinnusmiðja Siðanefndar

Siðanefnd Félagsráðgjafafélags Íslands stendur fyrir vinnusmiðju í Borgartúni 6, kl. 14:00 – 16:00. Efni vinnusmiðjuar eru þær breytingar á siðareglum sem kveða á um þátttöku félagsráðgjafa í stefnumótun stjórnvalda og umræðu um siðferðisleg gildi í samfélaginu. Skráning er á felagsradgjof@felagsradgjof.is