Skip to main content
Fréttir

Skráning fer mjög vel af stað á þing FÍ

By janúar 22, 2026No Comments

Hátt í eitt hundrað félagsráðgjafar hafa nú þegar skráð sig til þátttöku á félagsráðgjafaþingið í ár sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica þann 20.febrúar n.k. Búist er við ekki færri en 400, líkt og undanfarin ár.

Afsláttur er gefinn á fyrstu skráningardögunum, s.k. early bird verð, sem hækkar 10.febrúar.

Þema þingsins í ár „Tengslamiðuð félagsráðgjöf og stafræn vegferð“. Hér er hlekkur til að skrá sig;  https://konto.is/kto/933a1b6275dd800ddb16c11fe77cd2b8

Aðalfyrirlesari er Helle Øbo,  forstjóri AskovFonden, stofnunar sem vinnur að samfélagslegum lausnum og bættri félagsþjónustu í Danmörku. Hún hefur einnig skrifað bókina „Man møder et menneske“, sem fjallar um hvernig félagsleg þjónusta gæti breyst með meiri áherslu á mannlega tengingu frekar en kerfi og fjármagn.

Kynntar verða niðurstöður stefnumótunardags FÍ og framkvæmd hans en einnig niðurstöður könnunar sem Siðanefnd FÍ gerði um ofbeldi gagnvart félagsráðgjöfum á Íslandi. Þá verður stefna stjórnvalda varðandi stafræn tækifæri í félagsþjónustunni  kynnt og pallborðsumræður í framhaldi.

Eftir hádegi taka við afar áhugaverðar málstofur og byrjað á umræðustofum fagdeildanna en áhersla er lögð á mikilvægi fagdeilda sem grunnstoða FÍ. Allir þurfa að skrá sig á umræðustofu fagdeilda um leið og þátttaka á þingið er skráð en hafi það gleymst er hér hlekkurhttps://einfalt.konto.is/felagsradgjof2026

Skráningargjald fyrir allt félagsfólk og félagsráðgjafanema er kr. 25.000 en aðeins eftirlaunaþegar fá afslátt af skráningargjaldinu. Gjaldið hækkar frá 10.febrúar.

Félagsráðgjafaþinginu lýkur með móttöku í boði FÍ og Vísindasjóðs félagsins.

*Athugið að þeir sem þurfa/vilja gista á hóteli, geta fengið afslátt á Hilton Reykjavík Nordica.