
Okkar árlega Félagsráðgjafaþing verður haldið föstudaginn 20. febrúar 2026 á Hilton Reykjavík Nordica og er þema þingsins í ár tengsl, tengslamiðuð félagsráðgjöf þar sem horft er á tengsl út frá víðu sjónarhorni.
Félagsráðgjöf þarf að snúast um tengslamiðuð samskipti fremur en reglumiðuð, ræða þarf tengsl félagsráðgjafar við tæknilausnir og hvernig tæknin getur stutt við dagleg störf félagsráðgjafa. Lykilfyrirlesari er Helle Öbo sem er höfundur bókarinnar „Man möder et menneske – fra bureaukrati til relationel velfærd“
Nánari upplýsingar um dagskrá þingsins og málstofur verða veittar í byrjun janúar en félagsráðgjafar hvattir til að taka daginn frá.
