
Enn er tími til að skila inn ágripum að málstofum/umræðustofum/vinnusmiðjum fyrir Félagsráðgjafaþingið föstudaginn 20.febrúar 2026 , því skilafrestur var framlengdur til miðnættis 20. desember.
Sendur var út póstur til alls félagsfólks með hlekk á Google docs form til að fylla út.
Undirbúningsnefndin fer yfir ágrip og velur efni sem fellur að áherslum þingsins, en þema þess er tengsl, tengslamiðuð félagsráðgjöf þar sem horft er á tengsl út frá víðu sjónarhorni.
Félagsráðgjöf þarf að snúast um tengslamiðuð samskipti fremur en reglumiðuð, ræða þarf tengsl félagsráðgjafar við tæknilausnir og hvernig tæknin getur stutt við dagleg störf félagsráðgjafa. Lykilfyrirlesari er Helle Öbo sem er höfundur bókarinnar „Man möder et menneske – fra bureaukrati til relationel velfærd“
Við hvetjum ykkur til að taka daginn frá. Nánari upplýsingar um dagskrá og þátttökugjald verður sent í byrjun janúar.
