Skip to main content
Fréttir

Laun félagsmanna BHM sem starfa hjá ríkinu hækka um 1,24%.

By ágúst 28, 2025No Comments

Nú liggur fyrir niðurstaða nefndar um launtöfluauka vegna viðmiðunartímabilsins desember 2023 til desember 2024. Nefndin starfar á grundvelli kjarasamninga FÍ og fleiri aðildarfélaga  BHM við riki sjá viðauka  2024-12-19-Felagsradgjafafelag-Islands-og-riki-LOK-002.pdf sjá bls 19-20

Meirihluti nefndarinnar komst að þeirri niðurstöðu að launatöfluauki virkist í kjarasamningum ríkisins við félög innan BHM og BSRB sem uppfylla forsendur samninga. Launatöflur þessara félaga munu hækka 1. september 2025 sem hér segir:

 

  • BHM hjá ríkinu: +1.24% (þau félög sem semja fyrir áramót)
  • BSRB há ríkinu: +0.75%

Hækkun á launum kemur fram í launagreiðslu 1. október nk.