
Allir þeir sem kusu um samninginn nú, samþykktu hann en kosningaþátttaka var 62,5%.
Áður höfðu um 64% félagsráðgjafanna sem starfa hjá aðildarfélögum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) hafnað samningnum.
Steinunn Bergmann formaður FÍ segist fagna þessari niðurstöðu því með henni hafi fjórir af fimm samningum sem félagið hefur gert, verið samþykktir. Aðeins á eftir að ná samningum við Samtök atvinnulífsins.