Skip to main content
Fréttir

Félagsráðgjafar hjá borginni samþykktu nýjan kjarasamning

By janúar 17, 2025No Comments
Rúmlega 73%  starfadi félagsrágðjafa hjá Reykjavíkurborg samþykktu samninginn en tæplega 27% höfnuðu honum, kosningaþátttaka var 77%
Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamnings Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) við Reykjavíkurborg, fór fram dagana 14. til 17. janúar. Á kjörskrá voru 174, eða þeir félagsráðgjafar sem fengið höfðu laun skv. kjarasamningi félagsins við Reykjavíkurborg og eru með fulla aðild að FÍ. Alls tóku 134 þátt í atkvæðagreiðslunni.
Niðurstaðan var eftirfarandi:
Já sögðu 98 (73,13%)
Nei sögðu 36 (26,87%)
Kjarasamningur undirritaður þann 10. janúar 2025 hefur því verið samþykktur af atkvæðabæru félagsfólki Félagsráðgjafafélags Íslands og tekur nýr samningur gildi frá 1. apríl 2024 og gildir til 31. mars 2028.