Skip to main content
Viðburðir

Skráning hafin á Félagsráðgjafaþingið 21.febrúar

By janúar 16, 2025No Comments

Okkar árlega Félagsráðgjafaþing verður haldið föstudaginn 21. febrúar 2025 á Hilton Reykjavík Nordica og er þema þingsins í ár Félagsráðgjöf á gervihnattaöld.

Aðalfyrirlesarar verða þær Geraldine Nosowska, fyrrv. formaður breska félagsráðgjafafélagsins og Steinunn Hrafnsdóttir prófessor við Félagsráðgjafardeild HÍ.

Þá verða 18 fjölbreyttar og áhugaverðar málstofur í gangi og endar þingið á samveru líkt og fyrri ár.

Dagskrá

8:30   Innritun og morgunhressing

9:00    Setning – Steinunn Bergmann formaður FÍ

9:10     Ávarp

9:20    Úthlutun styrkja úr Vísindasjóði FÍ

9:30    Geraldine Nosowska félagsráðgjafi og forstöðumaður Effective Practise, Englandi.

10:10    Hlé

10:30    Geraldine Nosowska

11:00    Dr.Steinunn Hrafnsdóttir prófessor við Félagsráðgjafadeild HÍ

11:30    Pallborðsumræður

12:00    Hádegisverður

13:00    Málstofur

16:30    Móttaka í boði FÍ og Vísindasjóðs FÍ

 

Þingið er öllum opið og þátttökugjaldið er  21.000. sé greitt fyrir 7.febrúar og 24.000.- eftir það.

Að þessu sinni verður ekki veittur afsláttur fyrir nema og eftirlaunaþega.