Tæp 87% samþykktu samninginn en rúmlega 13% höfnuðu honum, kosningaþátttaka var 54%.
Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamnings Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs, fór fram dagana 20. til 30. desember. Á kjörskrá voru 141, eða þeir félagsráðgjafar sem fengið höfðu laun skv. kjarasamningi félagsins við ríkið og eru með fulla aðild að FÍ. Alls tóku 53,90% þátt í atkvæðagreiðslunni.
Niðurstaðan var eftirfarandi:
Já sögðu 66 (86,84%)
Nei sögðu 10 ( 13,16% )
Kjarasamningur undirritaður þann 19. desember 2024 hefur því verið samþykktur af atkvæðabæru félagsfólki Félagsráðgjafafélags Íslands og tekur nýr samningur gildi frá 1. apríl 2024 og gildir til 31. mars 2028.