Skip to main content
Fréttir

Félagsráðgjafar hjá sveitarfélögum samþykktu nýjan kjarasamning

By desember 9, 2024No Comments
Frá undirritun samningsins

Tæp 75% samþykktu samninginn en rúmlega 25% höfnuðu honum, kosningaþátttaka var 69%.

Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamnings Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) við Samband íslenskra sveitarfélaga fór fram dagana 3. til 9. desember. Á kjörskrá voru 165, eða þeir félagsráðgjafar sem fengið höfðu laun skv. kjarasamningi félagsins við Sambandið og eru með fulla aðild að FÍ. Alls tóku 69,09% þátt í atkvæðagreiðslunni.

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Já sögðu 85  ( 74,56%)

Nei sögðu 29 ( 25,44% )

Kjarasamningur undirritaður þann 28. nóvember 2024 hefur því verið samþykktur af atkvæðabæru félagsfólki Félagsráðgjafafélags Íslands og tekur því nýr samningur gildi frá 1. apríl 2024 og gildir til 31. mars 2028.