Skip to main content
Fréttir

Kosning um kjarasamning FÍ við Samband sveitarfélaga stendur yfir

By desember 4, 2024No Comments
Frá undirritun samkomulagsins.

Samkomulag Félagsráðgjafafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga var undirritað 28. nóvember s.l. með fyrirvara um samþykki félagsfólks. Samkomulagið felur í sér framlengingu á gildandi kjarasamningi til fjögurra ára. Samningurinn byggir á þeim hækkunum sem samið var um á almennum markaði í byrjun árs og 36 stunda vinnuvika er fest í sessi. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 sem tryggir leiðréttingu launa frá þeim tíma.

 

Atkvæðagreiðsla um samninginn stendur yfir á www.bhm.is/kosning  þar sem félagsfólk skráir sig inn með rafrænum skilríkjum. Þar birtist borði sem leiðir fólk áfram að atkvæðagreiðslunni. Atkvæðisrétt hafa félagsráðgjafar sem starfa hjá sveitarfélögum og eru með fulla aðild að FÍ. Atkvæðagreiðslan hófst 3. desember og lýkur kl. 11.00 mánudaginn 9. desember.

Samningurinn var kynntur á teams fundum 2. og 3.desember.

Þroskaþjálfafélag Íslands og Iðjuþjálfafélag Íslands skrifuðu undir samkomulag við Samband sveitarfélaga í dag, 4.des.