Skip to main content
Fréttir

Samkomulag FÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga undirritað í gær.

By nóvember 29, 2024No Comments
Frá undirritun samkomulagsins.

Samkomulag Félagsráðgjafafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga var undirritað í gær, 28. nóvember 2024, með fyrirvara um samþykki félagsfólks. Samkomulagið felur í sér framlengingu á gildandi kjarasamningi til fjögurra ára. Samningurinn byggir á þeim hækkunum sem samið var um á almennum markaði í byrjun árs og 36 stunda vinnuvika er fest í sessi. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 sem tryggir leiðréttingu launa frá þeim tíma.

Samningurinn verður kynntur mánudaginn 2. desember kl. 15-16 á Teams. Atkvæðagreiðslan hefst kl 12:00 miðvikudaginn 3. desember og lýkur kl. 12:00 mánudaginn 9. desember.