Skip to main content
FréttirTímarit félagsráðgjafa

Frestur lengdur til 15.nóvember að skila inn greinum í ritrýningu

By október 21, 2024No Comments

Ákveðið hefur verið að framlengja skilafrest á ritrýndum greinum í Tímarit okkar til 15.nóvember og vonum við að það geti verið hvatning fyrir þau sem eru langt komin með slíkar greinar, til að klára og koma þeim á framfæri.

Ritstjóri fyrir ritrýndar greinar er Dr. Guðný Björk Eydal og nýr ritstjóri annars efni er María Björk Ingvadóttir nýr framkvæmdastjóri FÍ.

Chien Tai Shill og Herdís Björnsdóttir eru ritstjórnarfulltrúar.

Upplýsingar um tímaritið má finna á slóðinni www.timaritfelagsradgjafa.is

 Vinsamlega sendið slíkar greinar á felagsradgjof@felagsradgjof.is

Ritstjórn FÍ hvetur félagsráðgjafa sem eiga í fórum sínum efnivið til birtingar í Tímariti félagsráðgjafa að hafa samband enda inniheldur tímaritið bæði ritrýndar greinar í bland við annað efni. Við viljum gjarnan fá fréttir af vettvangi, heyra af nýjungum í starfi félagsráðgjafa t.d. nýja nálgun í þjónustu eða ný úrræði.  Stuttir pistlar eða almennar greinar á sviði félagsráðgjafar koma til greina. Þá birtum við í blaðinu bókarýni þar sem fagbækur í félagsráðgjöf eru kynntar. Ábendingar varðandi bækur mega gjarnan berast sem og ef viðkomandi vill taka að sér bókarýni

 

Markmið Tímarits félagsráðgjafa er að vera vettvangur fyrir þekkingarmiðlun og umfjöllun um fagleg málefni félagsráðgjafar. Tímaritinu er einnig ætlað að efla fræðilega þróun, miðla faglegum straumum og styrkja áhrif félagsráðgjafar í þjónustu og stefnumótun.