Skip to main content
Fréttir

Áskorun breiðfylkingar félaga heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri til yfirvalda um að bregðast við yfirstandandi lýðheilsuógn vegna stóraukinnar netsölu áfengis

By ágúst 26, 2024ágúst 27th, 2024No Comments

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag lýðheilsufræðinga, Félag sjúkraþjálfara,
Ljósmæðrafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Sjúkraliðafélag
Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Lyfjafræðingafélag Íslands, Félag áfengis- og
vímuefnaráðgjafa, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu,
Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í
forvörnum:
• Taka undir orð heilbrigðisráðherra um þá yfirstandandi ógn sem nú steðjar að
grundvallarmarkmiðum lýðheilsu vegna meintrar ólöglegrar netsölu áfengis, sem
fram komu í opinberu bréfi ráðherra þann 5. júní sl.
• Í tilefni þess að rótgróin íslensk verslanakeðja, Hagkaup, áætlar að hefja áfengissölu
til neytenda á næstu dögum skora félögin á yfirvöld að kveða strax upp úr um hvort
slík sala sé lögleg. Yfirvöld geta ekki horft aðgerðarlaus á þá lýðheilsuógn sem nú
steðjar að vegna stóraukinnar netsölu áfengis á Íslandi.
• Í samþykktri stefnu Alþingis um lýðheilsustefnu til ársins 2030 segir að Íslendingar
verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og
reynslu og að stjórnvöld skuli hafa lýðheilsu að leiðarljósi við alla áætlanagerð og
stefnumótun. Í lögum um verslun með áfengi og tóbak segir að starfrækja skuli ÁTVR
og að markmið laganna sé að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis og heildsölu
tóbaks sem byggist á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð, að takmarka og stýra
aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis- og
tóbaksneyslu, og að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og tóbaks og takmarka
framboð á óæskilegum vörum.
• Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030
og markmiðum gildandi laga um um einkasölu ÁTVR á áfengi.

(Send til alþingismanna, ráðherra og fjölmiðla 26. ágúst 2024.)