Skip to main content
Fréttir

Skráning á málþingið hafin – því verður einnig streymt

By nóvember 5, 2024No Comments

Heimurinn er hér – fólk í viðkvæmri stöðu. Hvað getum við gert betur ? er yfirskrift  málþings Félagsráðgjafafélags Íslands og fagdeildar fjölmenningarfélagsráðgjafa sem haldið verður á Grand hóteli í Reykjavík,fimmtudaginn 14.nóvember frá kl. 8.30-12.00

Málþingið er öllum opið og kostar 7.200.- , kostnaður felst í veitingum og aðstöðu.

  • Skráning hér vinstra megin á síðunni, undir viðburðir.

Málþinginu verður streymt, fólki að kostnaðarlausu og þarf ekki að skrá sig á það.

Streymislinkur verður settur inn á heimasíðu og Facebókarsíðu félagsins, stuttu fyrir upphaf þingsins.

Dagskráin:

8:30     Skráning og morgunverður
8:55     María Björk Ingvadóttir fundarstjóri, opnar fundinn.
9:00     Breyttir tímar? Ný mannréttindastofnun og staða fólks í viðkvæmri stöðu – Margrét Steinarsdóttir,    framkvæmdastýra  Mannréttindaskrifstofu Íslands.
9:20     Leiðin heim – Halla Björk Erlendsdóttir og Edda Ósk Thorarensen, sérfræðingar hjá Heimferða- og fylgdardeild Ríkislögreglustjóra.
9:50    Reynsla félagsráðgjafa af vettvangiHelena N. Wolimbwa, félagsráðgjafi hjá alþjóðateymi Reykjavíkurborgar, Hildur Aðalsteinsdóttir og Hólmfríður Ingvarsdóttir, félagsráðgjafar hjá Hafnarfjarðarbæ

10:10   Hlé       

10:25   Sálrænn stuðningur á stríðstímum – Fathy Flefel, sérfræðingur í sálrænum stuðningi

10:55    Reynslusaga af kerfinu á Íslandi – Spogmay Afridi frá Afganistan

11:10  Þjóðarmorð gegn Palestínu: Hvert er hlutverk   félagsráðgjafa ? Sólveig B. Sveinbjörnsdóttir og Björk Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafar

11:35 – Umræður