Skip to main content
Fréttir

30 ára afmælisráðstefna í Suður Kóreu

By júní 16, 2023No Comments

         

 

 

 

 

 

Steinunn Bergmann formaður Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) tók þátt í 30 ára afmælisráðstefnu Korean Academy of Mental Health Social Work í Seoul Suður Kóreu þann 19. maí sl. Yfirskrift ráðstefnunar var Building a Vision for the Future of Mental Health Social Work in the New Era! og var formaður FÍ ein af fimm fyrirlesurum sem fjölluðu allir um geðheilbrigðisþjónustu, hlutverk og réttindi félagsráðgjafa til að bregðast við geðrænum áskorunum. Auk formanns FÍ voru með erindi Jina Jun rannsakandi í Suður Kóreu, Anderson Sungmin Yoon professor í USA, Lynette Joubert professor í Ástralíu og Seng Boon Kheng professor í Singapore. Ráðstefnuna sóttu 170 þátttakendur í sal en stór hópur fylgdist með í streymi. Ræddi formaður FÍ um þróun félagsráðgjafar hér á landi, norrænt samstarf, geðheilbrigðismál og hlutverk félagsráðgjafa. Gafst tækifæri til að skoða göngudeild og áfallamiðstöð innan National Center for Mental Health en miðstöðin er m.a. með sérútbúna rútu sem fer á staðinn þegar stór áföll eða hamfarir eiga sér stað. Mikið er lagt upp úr jafningjastuðningi og þátttöku aðstandenda en meðal annars er ein kaffistofa rekin af foreldrum barna og unglinga sem eru til meðferðar og fyrrum skjólstæðingar veita fasta viðtalstíma.