Stofur félagsráðgjafa
Einkareknar meðferða - og ráðgjafastofur á vegum félagsráðgjafa:
FÉLAGSRÁÐGJAFARSTOFAN - Íris Eik Ólafsdóttir
Þverholti 14, 105 Reykjavík
sími: 692 5514, netfang: iriseik@islands.is
Íris Eik Ólafsdóttir er réttarfélagsráðgjafi og hefur starfað sem slíkur um árabil. Á stofunni, sem hefur starfsleyfi frá Embætti landlæknis, er veitt tvíþætt þjónusta annars vegar meðferðar- og stuðningsviðtöl fyrir einstaklinga með félagslegan vanda og hins vegar handleiðsla og ráðgjöf fyrir fagfólk og stjórnendur.
Meðferðar- og stuðningsviðtöl fyrir einstaklinga:
- Stuðningur við einstaklinga með mikið félagslegt rót sem þurfa stuðning í daglegu lífi
- Aðstoð við að leysa úr flóknum praktískum úrlausnarefnum
- Fjármálaráðgjöf
- Markþjálfun
- Viðtöl vegna fíknivanda
- Fjölskyldumál
- Stuðningur við foreldra vegna hegðunarvanda og/eða áhættuhegðunar barna og ungmenna
- Samskiptavandi í fjölskyldum, veikt tengslanet, skilnaðar- og forsjármál
- Ofbeldi í fjölskyldum
- Reiðivandi
Handleiðsla fyrir fagfólk:
- Speglun og handleiðsla á vinnslu mála
- Markþjálfun
- Markmiðasetning í leik og starfi
- Betri tímastjórnun
- Auka afköst
- Efla afköst
- Efla forgangsröðun
- Samræming milli vinnu og heimilis
- Stjórnendaþjálfun
- Einfaldari verkferlar og gæðakerfi
- Hóphandleiðsla
Á stofunni starfar Íris Eik einnig í þverfaglegu teymi með sálfræðingum og geðlæknum á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni.