Stofur félagsráðgjafa

Einkareknar meðferða - og ráðgjafastofur á vegum félagsráðgjafa:

FÉLAGSRÁÐGJAFARSTOFAN - Íris Eik Ólafsdóttir
Þverholti 14, 105 Reykjavík
sími: 692 5514, netfang: iriseik@islands.is
Íris Eik Ólafsdóttir er réttarfélagsráðgjafi og hefur starfað sem slíkur um árabil. Á stofunni, sem hefur starfsleyfi frá Embætti landlæknis, er veitt tvíþætt þjónusta annars vegar meðferðar- og stuðningsviðtöl fyrir einstaklinga með félagslegan vanda og hins vegar handleiðsla og ráðgjöf fyrir fagfólk og stjórnendur.

Meðferðar- og stuðningsviðtöl fyrir einstaklinga:
- Stuðningur við einstaklinga með mikið félagslegt rót sem þurfa stuðning í daglegu lífi
- Aðstoð við að leysa úr flóknum praktískum úrlausnarefnum
- Fjármálaráðgjöf
- Markþjálfun
- Viðtöl vegna fíknivanda
- Fjölskyldumál
- Stuðningur við foreldra vegna hegðunarvanda og/eða áhættuhegðunar barna og ungmenna
- Samskiptavandi í fjölskyldum, veikt tengslanet, skilnaðar- og forsjármál
- Ofbeldi í fjölskyldum
- Reiðivandi

Handleiðsla fyrir fagfólk:
- Speglun og handleiðsla á vinnslu mála
- Markþjálfun
- Markmiðasetning í leik og starfi
- Betri tímastjórnun
- Auka afköst
- Efla afköst
- Efla forgangsröðun
- Samræming milli vinnu og heimilis
- Stjórnendaþjálfun
- Einfaldari verkferlar og gæðakerfi
- Hóphandleiðsla

Á stofunni starfar Íris Eik einnig í þverfaglegu teymi með sálfræðingum og geðlæknum á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni.

Hlíðasmára 14 – 201 Kópavogur
Sími: 898-0500
Netfang: hugrun@heillandihugur.is
Heimasíða: https://heillandihugur.is/

Heillandi hugur er fræðslu og heilsusetur þar sem unnið er með sálfélagslega þætti sem efla, styrkja og styðja einstaklinga til ánægjulegra og innihaldsríkara lífs.

Hugrún Linda Guðmundsdóttir er eigandi Heillandi hugar. Hugrún er með meistaragráðu í félagsráðgjöf og starfsréttindi frá landlækni ásamt því að vera markþjálfi. Hún er með diplomagráðu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði, diploma í mannauðstjórnun og núvitundarkennari (MBSR) frá Bangor í Bretlandi með áherslu á streitu. Hún er einnig jóga nidra djúpslökunarkennari og Kundalini jógakennari.

Sérstakar áherslur:
Vellíðan í lífi og starfi, streita, kulnun, kvíði. Núvitund og jafnvægi í daglegu lífi. Lífskreppur, breytingar í lífi og starfi. Breytingar í kjölfar áfalla, heilsubrestur og endurkoma til vinnu. Uppbygging eftir áföll, veikindi, þunglyndi eða vanlíðan. Sjálfstyrking og styrkleikagreining. Betri samskipti. Áhugahvöt, persónuleg stefnumótun og framtíðarsýn.

Einstaklingsviðtöl
Handleiðsla
Markþjálfun
Fræðsla og námskeið fyrir hópa

Hugrún hefur unnið mikið með fólki sem er að ganga í gegnum breytingar eða lífskreppur og þarf að móta nýja framtíðarsýn hvort sem er í einkalífi eða starfi. Einnig með fólki sem glímir við streitu og þarf að læra að staldra við og skoða lífið frá öðru sjónarhorni, huga að andlegri heilsu og almennri vellíðan.

Hugrekki – Ráðgjöf og fræðsla
Mýrarvegi Kaupangi, 600 Akureyri
www.hugrekki.is
netfang: hugrekki@hugrekki.is
Sími: 779-1910

Árið 2013 opnaði fyrsta félagsráðgjafarstofan á netinu, Hugrekki – ráðgjöf og fræðsla. Upphaflega var eingöngu hægt að fá þjónustu í gegnum netið en árið 2015 opnaði Hugrekki einnig félagsráðgjafarstofu á Akureyri. Nú er því hægt að fá þjónustu bæði á staðnum og í fjarþjónustu. Fjarþjónusta af þessu tagi getur farið fram með viðtali í gegnum vefmyndavél, með samtali án myndavélar, með spjallforriti og í gegnum tölvupóst. Algengast er að fólk velji annaðhvort viðtöl með vefmyndavél eða þjónustu með tölvupósti, sem hjá Hugrekki eru kallaðir viðtalspóstar.
Hugrekki er einkarekin félagsráðgjafarstofa sem býður alla almenna félagsráðgjöf við einstaklinga og fjölskyldur – ráðgjöf við einstaklinga, foreldra og/eða pör sem getur snúið að þáttum sem snerta einkalífið á ýmsan hátt, samskiptum, sjálfstyrkingu og öðrum þáttum sem hafa áhrif á líðan og hegðun einstaklinga og fjölskyldna í daglegu lífi. Sérsvið stofunnar er þó ráðgjöf og fræðsla varðandi heimilis- og kynferðisofbeldi auk þess sem mikil áhersla er lögð á fjarþjónustuna. Sá hluti þjónustunnar sem fram fer í gegnum netið getur hentað þeim sérstaklega vel sem eiga erfitt með að fara að heiman, þeim sem þurfa að fara langt til að sækja þjónustu og/eða treysta sér ekki til að nýta sér þjónustu í heimabyggð. Þá getur ráðgjöf með tölvupósti hentað þeim sem eiga erfitt með að nýta sér þjónustu á dagvinnutíma eingöngu eða eru mikið á ferðinni. Hugrekki leitast því við að bjóða þeim þjónustu sem ekki eiga kost á þjónustu í sinni heimabyggð eða treysta sér ekki til þess að fara í ráðgjöf á staðnum, sem og þeim sem frekar kjósa að nýta ráðgjöf með þessum hætti en að fara sjálfir á staðinn.
Stofnandi og eigandi Hugrekkis er Ingibjörg Þórðardóttir, félagsráðgjafi MA. Ingibjörg útskrifaðist með starfsréttindi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands í júní 2007 og hlaut starfsleyfi heilbrigðisráðherra sem félagsráðgjafi á sama tíma. Ingibjörg lauk námi í rannsóknartengdu meistaranámi (MA) í félagsráðgjöf í júní 2014. Þá hefur Ingibjörg lokið diplómanámi frá Bretlandi í ráðgjöf og meðferð með fjarþjónustu. Hún hefur langa reynslu af því að vinna með þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra og starfaði áður meðal annars bæði í Kvennaathvarfinu og Stígamótum, bæði sem ráðgjafi og fyrirlesari, og hélt námskeið fyrir leiðbeinendur sjálfshjálparhópa. Einnig hefur hún haldið sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur og stúlkur, og að auki haft með höndum ýmiss konar ráðgjöf fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Þá hefur hún sótt ýmsar ráðstefnur og námskeið, meðal annars um málefni fjölskyldna, ofbeldi og fleiri þætti sem snúa að félagsráðgjöf.

RÁÐGJAFAÞJÓNUSTAN BJARKIR - Halldór Sig. Guðmundsson
Ráðgjafaþjónustan Bjarkir er rekin af Halldóri S. Guðmundssyni, félagsráðgjafa MA og Ingileif Ástvaldsdóttur MEd, kennara og skólastjóra. Ráðgjafaþjónustan veitir ráðgjöf og þjónustu fyrir einstaklinga, sveitarfélög og stofnanir m.a. á sviði samskipta, bekkjarfunda, stjórnunar, faglegrar forystu og starfsþróunar kennara og skólastjórnenda, öldrunarþjónustu, félagsþjónustu og félagsráðgjafar og vinnulags og matstækja.
Netfangið er halldor@bjarkir.net.
Halldór hefur unnið sérstaklega með matstæki ASEBA og annast kennslu og þjálfun í notkun þeirra, sjá nánar á www.aseba.net

TENGSL - Dr Sigrún Júlíusdóttir
Einstaklings-, hjóna og fjölskylduráðgjöf
Lágmúla 9, 4. hæð. 108 Reykjavík
SÍMI: 891 7638; sigjul@hi.is sigjul.internet.is

Phd Sigrún Júlíusdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur
Dr. Sigrún Júlíusdóttir prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands er stofnandi og formaður stjórnar Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild HÍ. Sigrún rekur meðferðarþjónustuna Tengsl, Lágmúla 9, 4 hæð, sem var stofnuð ásamt fleirum árið 1982. Þjónustan er einkarekin og Sigrún hefur löggilt starfs- og meðferðarréttindi. Hún hefur sérhæfingu í hjóna- og fjölskyldumeðferð ásamt handleiðslu. Sjá heimasíðu sigjul.internet.is

Rannsóknasvið Sigrúnar er víðfemt og snertir eftirfarandi:
- Fjölskylduþróun og náin samskipti, m.a. skilnaðarmál
- Barna- og fjölskylduvernd
- Rannsóknir og fagþróun í félagsráðgjöf ásamt faghandleiðslu
Hún hefur unnið að rannsóknum, ritað bækur og fjölda greina um fjölskyldumálefni, og m.a. svarað spurningum um þau mál á Vísindavef Háskóla Íslands og doktor.is. Sjá nánar Ritaskrá á heimasíðu.

Starfsreynsla
Sigrún býr yfir fjölþættri starfsreynslu. Hún hefur m.a. unnið við barnavernd í Reykjavík, almenna félagsráðgjöf á sjúkrahúsi, unglingageðdeild, í félagsþjónustu og við réttarfélagsráðgjöf hjá skilorðeftirliti Stokkhólms. Hún var yfirfélagsráðgjafi við Kleppsspítala/Geðdeild landspítalans 1972-1990. Sigrún hlaut fasta stöðu við Háskóla Íslands 1990. Hún hefur sinnt margvíslegum fræðslustörfum fyrir almenning og fagfólk, m.a. fyrir leik- og grunnskólakennara, haft umsjón með og kennt lengri námsleiðir við Endurmenntun HÍ, m.a. í fjölskyldumeðferð og handleiðslu. Sigrún hefur verið ritstjóri Tímarits félagsráðgjafa frá 2008. Sjá nánar ferilskrá/CV á heimasíðu.

Lifandi ráðgjöf - er ráðgjafaþjónusta fyrir landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið - Jóna Margrét Ólafsdóttir.
Boðið er upp á námskeið, fræðslu og ráðgjöf varandi áfengis- og fíkniefnamál fyrir einstaklinga, fjölskyldur,
stofnanir s.s. skóla og fyrirtæki.

Jóna Margrét Ólafsdóttir félagsráðgjafi stýrir ráðgjöfinni. Hún hefur lengi starfað að áfengis og vímuefnamálum. Aðrir sérfræðingar í greininni eru kallaðir til eftir þörfum ss. læknar og sálfræðingar.

Tímapantanir eru í síma 8600665 og netfangið jona@lifandiradgjof.is - heimasíðan er www.lifandiradgjof.is

LAUSN fjölskyldumeðferð og ráðgjöf - betri árangur í lífi og starfi - Helga Þórðardóttir

Á LAUSN er í boði Lausnamiðuð einstaklings-, fjölskyldu- og hjónameðferð. Handleiðsla fagfólks, ýmis námskeið fyrir starfshópa og kennsla.

Helga Þórðardóttir félagsráðgjafi, MA. Þarabakka 3, 3hæð. Sími 6985881 e-mail: helgathorda@internet.is .

Guðrún Þorsteinsdóttir félagsráðgjafi á fagsvið einhverfu.
Guðrún hefur lokið námi í notkun ADI-R frá University of Michigan, Autism and Communication Disorder Center. ADI-R er spyrjendamiðað viðtal, þar sem spurt er um ýmsa þætti hegðunar og þroska barns. Með því eru metin einkenni á þeim þremur einkennasviðum sem skilgreina einhverfu samkvæmt ICD-10 flokkunarkerfi Alþjóða heilbrigðisstofnunar.

Guðrún notar viðtalið í starfi sínu á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, mun hún jafnframt vera í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu. s. 8472015


HITT OG ÞETTA
- Guðrún Helga Sederholm félagsráðgjafi MSW
Guðrún er með sérfræðiréttindi frá heilbrigðisráðuneyti sem fræðslu - og skólafélagsráðgjafi. Hún er einnig námsráðgjafi og kennari.

Viltu hefja nám eða skipta um starf? Þarftu að taka erfiða ákvörðun? Eru samskiptin í vinnunni erfið? Á barnið þitt í erfiðleikum í skóla? Hvernig eru samskiptin heima? Náms- og starfsráðgjöf sem byggist á áhugasviðsgreiningu og verkefnum. Einstaklingsráðgjöf og fjölskylduráðgjöf. Handleiðsla í starfi fyrir kennara, námsráðgjafa og aðrar fagstéttir.

Tímapantanir eru í síma 8645628 og 5544843 - netfangið er gsed@simnet.is

STJÚPTENGSL - Valgerður Halldórsdóttir
Stjúptengsl er einkarekin ráðgjafastofa um málefni tengd stjúpfjölskyldum og einhleypum foreldrum t.a.m. á borð við samskipti við maka, fyrrverandi maka, börn og stjúpbörn, foreldrasamvinnu, forræði, umgengni og skilnaði. Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA sinnir ráðgjöfinni. Hún hefur jafnframt BA próf í stjórnmálafræði og kennslu - og uppeldisfræði. Valgerður hefur stundað kennslu bæði á framhalds - og háskólastigi og haldið fjölda fyrirlestra m.a. í skólum, hjá félagasamtökum og kirkjunni.

Frekari upplýsingar er í síma 6929101. Netfangið er stjuptengsl@stjuptengsl.is Jafnframt er hægt að lesa sér meira til um efnið á heimasíðunni www.stjuptengsl.is

Félagsráðgjafinn er einkarekin ráðgjafastofa. Sveindís A. Jóhannsdóttir, félagsráðgjafi, er eigandi og stýrir starfseminni. Hún hefur lengi unnið með börnum, unglingum, fötluðum og fjölskyldum þeirra. Félagsráðgjafinn þjónustar einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök.

Nánari upplýsingar um þjónustu, verð, námskeiða og tímapantanir er í s: 699 6948. Einnig má fá upplýsingar á www.felagsradgjafinn.is eða með því að senda tölvupóst á felagsradgjafinn@felagsradgjafinn.is Lyngási 15, 210 Garðabæ

TÖLUM SAMAN - Samskipti foreldra og unglinga um kynlíf

Námskeiðið hefur vakið verðskuldaða athygli og hefur það verið haldið víða í skólum landsins.

Sigurlaug Hauksdóttir félagsráðgjafi er með MA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum. Hún hefur undanfarin 12 ár unnið með alnæmissmituðu fólki, auk þess sem hún hefur í sex ár unnið sem ráðgjafi á Neyðarmóttökunni vegna nauðgunar þar sem ungt fólk er stærsti hópur þolenda. Hún hefur setið í stjórn FKB (Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir) og fræðslunefnd FÍ en er nú í stjórn Alnæmisbarna auk þess að sinna fræðslustörfum.

Guðbjörg Edda Hermannsdóttir félagsráðgjafi er með MA í félagsráðgjöf. Hún vann átta ár á kvennasviði Landspítalans við ráðgjöf vegna fóstureyðinga og situr i stjórn FKB og í stjórn Kynfræðifélags Íslands. Í dag starfar hún sem skólafélgsráðgjafi í grunnskóla og ásamt því að sinna fræðslu.

Dagbjört Ásbjörnsdóttir mannfræðingur er með MA í kynja- og kynlífsfræðum. Hún hefur unnið með unglingum fyrir Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur í 10 ár og hefur verið að vinna að málefnum er varða kynlíf og kynhegðan unglinga undanfarin sex ár. Hún situr í stjórnum FKB og Kynfræðifélagi Íslands.

www.naumattum.is - Áhugaverðar slæður!

Viðtal við Guðbjörgu og Sigurlaugu um mikilvægi fræðslu fyrir unglinga um kynlíf. Sýnt í Kompás 13. nóv. 2007
Skoða viðtal

Þeir sem óska eftir fræðslu hafið samband í síma 846 6664 eða í gegnum netfangið dagbjort.asbjornsdóttir@reykjavik.is

LAUSNIN FJÖLSKYLDUMIÐSTÖÐ - Theodór Francis Birgisson.
Lausnin, www.lausnin.is, er fjölþætt ráðgjafaþjónusta fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Meðal eigenda Lausnarinnar er félagsráðgjafarnir Theodór Francis Birgisson, netfang: theodorb26@gmail.com og Katrín Þorsteinsdóttir. Að auki starfa þar tveir félagsráðgjafanemar í sérverkefnum. Í starfsemi sinni leggur Lausnin sérstaka áherslu á að vinna með meðvirkni, fíkn, sambönd, samskipti og sjálfstyrkingu. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Reykjavík en hefur til margra ára einnig rekið starfsstöð á Akureyri og hefur núna einnig opnað skrifstofu á Selfossi. Hjá Lausninni starfa vel á annan tug vel menntaðra fagaðila sem allir hafa áralanga reynslu af því að vinna með fólki. Auk almennrar sálmeðferðarvinnu býður Lausnin uppá hópastarf fyrir þá sem lokið hafa ákveðnum námskeiðum hjá fyrirtækinu en ráðgjafar Lausnarinnar bjóða uppá fjölbreytta flóru námskeiða, allt frá ör-námskeiðum sem taka eina kvöldstund uppí 5 daga námskeið sem haldin eru í Skálholti nokkrum sinnum á ári.