Skip to main content

Starfsmat – Reykavíkurborg og sveitarfélög

Hvað er starfsmat?

Starfsmat er greiningartæki sem notað er til þess að leggja með kerfisbundnum hætti mat á innihald starfa og kröfur til starfs. Með starfsmati skapast þannig hlutlæg viðmið til grunnröðunar á störfum. Forsendur launaákvarðana byggðar á starfsmati eru skýrar, sýnilegar og aðgengilegar starfsmönnum. Niðurstöður starfsmatsins eru kynntar á innri vef Reykjavíkurborgar og þar koma fram heildarstig starfs. Sundurliðun stiga eftir efnisþáttum starfsmatsins og starfsyfirlit starfa, sem er stutt lýsing á kröfum til starfs er einnig vistuð á innri vef borgarinnar.

Mikilvægt er að hafa í huga að starfsmat metur aðeins grunnkröfur til starfa en ekki einstaklingsbundna hæfni starfsmanna. Með öðrum orðum þá er lagt mat á það hvaða kröfur eru gerðar til starfsmanns í tilteknu starfi. Ekki er lagt mat á einstaklingsbundna hæfni jafnvel þó umfram hæfni eða hæfileikar hafi bein eða óbein áhrif á frammistöðu í starfi. Einstaklingsbundna hæfni má meta til dæmis með frammistöðu- eða hæfnismati. Það á einnig við um starfsmat það sem Sveitarfélögin hafa innleitt.

Á þessari síðu má finna upplýsingar um starfsmat.