Soffía Egilsdóttir forstöðumaður félagssviðs á Hrafnistu var valin félagsráðgjafi ársins 2010 á morgunverðarfundi FÍ á Grand Hótel í morgun á Alþjóðadegi félagsráðgjafa. Í umsögn um Soffíu segir m.a. Soffía hefur unnið ötullega að innleiðingu nýrrar hugmyndafræði við veitingu þjónustu á hjúkrunarheimilum. Hrafnista er m.a. að opna nýtt hjúkrunarheimili sem mun byggja á hugmyndafræði þar sem íbúinn er settur i forsæti og lögð áhersla á að virja þá styrkleika sem íbúarnir búa enn yfir þrátt fyrir veikindi. Soffía hefur starfað ötullega að ýmsum félagsstörfum fyrir fagdeild félagsráðgjafa í öldrunarþjónustu. Jafnframt tók hún að sér stýringu framkvæmda við stóra norræna öldrunarráðstefnu sem haldin verður í maí-júní 2010. Hún hefur haldið vel þar um stjórnartauma.