Skip to main content
Fréttir

Soffía Egilsdóttir félagsráðgjafi ársins 2010

By apríl 19, 2010september 8th, 2021No Comments

1927092_soffia_egilsdottir.jpg
Soffía Egilsdóttir forstöðumaður félagssviðs á Hrafnistu var valin félagsráðgjafi ársins 2010 á morgunverðarfundi FÍ á Grand Hótel í morgun á Alþjóðadegi félagsráðgjafa. Í umsögn um Soffíu segir m.a. Soffía hefur unnið ötullega að innleiðingu nýrrar hugmyndafræði við veitingu þjónustu á hjúkrunarheimilum. Hrafnista er m.a. að opna nýtt hjúkrunarheimili sem mun byggja á hugmyndafræði þar sem íbúinn er settur i forsæti og lögð áhersla á að virja þá styrkleika sem íbúarnir búa enn yfir þrátt fyrir veikindi. Soffía hefur starfað ötullega að ýmsum félagsstörfum fyrir fagdeild félagsráðgjafa í öldrunarþjónustu. Jafnframt tók hún að sér stýringu framkvæmda við stóra norræna öldrunarráðstefnu sem haldin verður í maí-júní 2010. Hún hefur haldið vel þar um stjórnartauma.

  • Aðrir sem tilnefndir voru:
  • Félagsráðgjafar á þjónstumiðstöðvum Reykavíkurborgar
  • Kristín Friðriksdóttir félagsráðgjafi í Vesturgarði
  • Jóna Margrét Ólafsdóttir félagsráðgjafi hjá Lifandi ráðgjöf
  • Páll Ólafsson félagsráðgjafi hjá Grindavíkurbæ og formaður FÍ