Opið hús verður í Borgartúni 6, á Kvennaverkfallsdaginn milli kl. 11:00 – 13:00.
Um er að ræða hliðarviðburð Kvennaverkfallsins sem í ár hefur yfirskriftina Kallarðu þetta jafnrætti?
Við ætlum að fjalla um Ólafíu Jóhannsdóttur sem nefnd hefur verið móðir félagsráðgjafar á Íslandi en hún var virk í janfréttisbaráttu, frumkvöðull á margan hátt og vann í grasrótinni. Hennar verður minnst í máli og myndum í þremur stuttum erindum áður en haldið verður til samstöðufundar á Arnarhóli.
Fundastjóri: Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands
Dr. Sigrún Júlíusdóttir, félagsráðgjafi og prófessor emeritus við Háskóla Íslands
Sveindís Anna Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsráðgjafafélags Íslands og varaformaður Handleiðslufélags Íslands
Þorbjörg Guðmundsdóttir, formaður Hvítabandsins
Hægt er að taka þátt í fundinum einnig á Teams.
Til gaman má geta að við höfum fengið að láni stól sem var í eigu Ólafíu og verður hann til sýnis á Opnu húsi þann 24. október.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti, verður viðstaddur Ólafíuhátíð í Noregi en þar er hennar árlega minnst og hátíðir haldnar þegar tilefni er til eins og í ár.