Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands, var með erindi á fundinum sl. mánudag þar sem hún fjallaði um hvernig opinber stuðningur við fjölskyldur og regluverkið hefur þróast í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Góðar umræður sköpuðust á fundinum og fjallað var um mikilvægi þess að koma ábendinum og tillögum að breytingum við endurskoðun á Barnalögum nr. 76/2003 en Sifjalaganefnd hefur hafið undirbúning sinn.