Skip to main content

Málefni fatlaðs fólks

Fagdeild félagsráðgjafa sem vinna að málefnum fatlaðs fólks var stofnuð 5. apríl 2011.

Æ fleiri félagsráðgjafar vinna að málefnum fatlaðs fólks og í kjölfar flutnings á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga koma enn fleiri félagsráðgjafar að málaflokknum í gegnum félagsþjónustu sveitarfélaga. Félagsráðgjafar sem komið hafa að málefnum fatlaðs fólks töldu mikilvægt að stofna sérstaka fagdeild fyrir félagsráðgjafa sem vinna að málefnum fatlaðs fólks.

Félagsráðgjafar sem vinna að málefnum fatlaðs fólks eru ekki einsleitur hópur þar sem unnið er að málefnum fatlaðs fólks á mörgum stöðum og stofnunum í íslensku samfélagi. Sem dæmi má nefna á Greiningar-og ráðgjafarstöð ríkisins, á Tryggingastofnun ríkisins, í félagsþjónustu sveitarfélaga, hjá hagsmunasamtökum og öðrum félagasamtökum.

Nýtt fagráð fagdeildar félagsráðgjafa sem vinna að málefnum fatlaðs fólks var valið 1. desember 2016:

Hrönn Björnsdóttir, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
Anna Guðrún Halldórsdóttir, Velferðarsviði Kópavogs
Anna Sigrún Ingimarsdóttir, Barnaspítala LSH
Guðrún Þórdís Ingólfsdóttir, félagsþjónustu Hafnarfjarðar